Reykjanesskagi – Náttúra og undur

Ellert Grétarsson

 

Í þessari einstöku bók náttúruljósmyndarans Ellerts Grétarssonar gefur að líta úrval áhrifaríkra ljósmynda af helstu náttúruperlum Reykjanesskagans.

 
Myndirnar tók Ellert á árunum 2006 - 2018 í ótal mörgum gönguferðum víðsvegar um skagann. Óhætt er að segja að bókin veiti nýja sýn á þá stórfenglegu náttúru sem Reykjanesskaginn býr yfir því auk landslagsins sýna myndirnar þá undursamlegu töfraveröld sem flestum er hulin neðanjarðar í þeim fjölmörgu hraunrásarhellum sem skaginn hefur að geyma. Í bókinni kemur vel í ljós að Reykjanesskaginn býr yfir fjölbreyttri náttúru sem sífellt kemur á óvart.

  • Facebook Basic Black

Nýhöfn bókaútgáfa, Gufunesvegi 1, 112 Reykjavík. Sími: 844 3022 Netfang: ivar@nyhofn.com