Anna Kristín Ásbjörnsdóttir

 

Anna Kristín Ásbjörnsdóttir er fjallaleiðsögumaður og unnandi íslenskrar náttúru og sagna.  Hún bjó og starfaði 10 ár í Frakklandi við að skipuleggja einstakar ævintýraferðir um Ísland, Grænland, Færeyjar og Noreg. Anna flutti heim til Íslands haustið 2007 og vinnur nú sem framkvæmdastjóri hjá Bike Company sem skipuleggur hjólaferðir um hálendi og höfuðborg Íslands.

Ari H. Guðmundsson Yates and Rögnvaldur Guðmundsson

 

Ari and Rögnvaldur Guðmundsson are Icelandic twin brothers who share a love of stories, history and silly immature jokes. They now combine their passions in this very silly, mostly historically accurate book.

 

Ari Hlynur Guðmundsson Yates has degrees in graphic design and graphic storytelling (the making of illustrations, comics, children’s books etc.), as well as a teaching degree. He has published several children’s books and works as a freelance artist/illustrator/writer/designer in Viborg, Denmark. 

 

Rögnvaldur “Reggie” Guðmundsson studied management before getting into writing travel articles about Iceland. He currently lives in Sweden with his wife Kalere and daughter Valkyrja, where he works as a search engine manager for the newspaper Aftonbladet. 

Árni Hjartarson

 

 Árni er jarðfræðingur að mennt og vinnur að rannsóknum á jarðhita og grunnvatni hjá Íslenskum orkurannsóknum. Hann hefur skrifað nokkrar bækur og fjölda greina um jarðfræði og tengd efni. Hann hefur einnig verið virkur í hagsmunasamtökum náttúrufræðinga og er formaður Hins íslenska náttúrufræðifélags.

Árni Tryggvason

 

Árni Tryggvason (f. 1963), hefur starfað við leiðsögn um landið frá því hann var 17 ára. Hann hefur unnið að gerð margskonar fræðsluefnis um Ísland og hannað fjölmörg gönguleiðakort og fræðsluskilti auk sýninga um náttúru og sögu landsins sem víða má sjá. Árni starfar einnig sem landslagsljósmyndari og eru flestar myndirnar í bókinni eftir hann.

Þá hefur Árni verið virkur félagi í björgunarsveit í hartnær 40 ár.

Einar Guðmundsson

Einar Gudmundsson M.D., is an Icelandic Psychiatrist, Psychotherapist, Group Analyst and a Management Consultant, who has divided most of his professional life between Iceland, Norway and Sweden. Although the poems presented here are originally written in English, they are under the strong influence of Icelandic poetry traditions and are written over several decades. The author has also published work related papers, and several newspaper articles on political issues, as well  as articles on other pending issues. His first poem was published in an Elementary School Magazine, when 7 years old. 

Eiríkur Jónsson

 

Eiríkur Jónsson hóf að mynda hesta fyrir alvöru sumarið 1979. Hann var fljótt iðinn myndatökurnar á hestamótum og tók þá einkum ljósmyndir fyrir greinar sem hann skrifaði fyrir Vísi og síðar DV, en að auki ritaði hann greinar í ýmis sérblöð og ritstýrði öðrum. Í ljósmyndasafni Eiríks eru nú um 168.000 myndir frá rúmlega 620 viðburðum tengdum hestamennsku.

Ellert_Grétarsson.jpg

Ellert Grétarsson

 

Ellert Grétarsson (elg) hefur vakið athygli fyrir magnaðar ljósmyndir sínar af íslensku landslagi og náttúru en Ellert, eða Elli eins og hann er kallaður, hefur ferðast fótgangandi víða um land undanfarin ár með myndavélina um hálsinn.

Ellert hefur sett upp sýningar á myndum sínum og hefur hlotið alþjóðlega viðurkenningu fyrir þær.

Eric Leraillez

 

Eric Leraillez er myndlistamaður, fæddur í Lille í Frakklandi en býr nú og starfar í Helsinki í Finnlandi. Þar rekur hann sitt eigið fyrirtæki e-mage www.e-mage.fi og vinnur við grafíska hönnun. Auk grafískrar hönnunar leggur Eric stund á myndlist af ýmsum toga svo sem málverk, teikningar, teiknimyndir og myndskreytingar.

Florence Helga Thibault

 

Florence Helga Thibault er íslensk í móðurætt og ólst upp og býr í Frakklandi en hefur mjög sterk tengsl og taugar til Íslands. Hún útskrifaðist sem myndlistarmaður úr Ecole Supérieure d´Art Neufville 1995 og hefur síðan þá sérhæft sig í myndskreytingum fyrir börn.
Hún hefur teiknað fyrir Iglo&Indi, hannað lampa með börn í huga og gefið út ógrynni korta, þar á meðal fyrir UNICEF.

Guðjón Ingi Hauksson

Guðjón Ingi Hauksson er grafískur hönnuður og sagnfræðingur að mennt.

 

Helga Hilmisdóttir

 

Helga Hilmisdóttir er fædd og uppalin á Akureyri. Hún lauk doktorsprófi frá Háskólanum í Helsinki 2007 og er nú lektor þar í íslensku og íslenskum bókmenntum. Áður en hún fluttist til Helsinki starfaði hún sem íslenskulektor í Winnipeg í fjögur ár. Helga hefur ritað fjölda greina um íslenskt talmál auk þess að hafa skrifað kennslubók í íslensku fyrir byrjendur og íslensk-enska orðabók fyrir ferðamenn. Helga er rannsóknarlektor á orðfræðisviði við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Helgi Máni Sigurðsson

 

Helgi Máni Sigurðsson er sagn- og bókmenntafræðingur. Hann starfaði sem kennari í nokkur ár en hefur lengst af verið safnvörður á minjasöfnum. Helgi hefur sagt og skrifaðsögur frá því hann man eftir sér og fengið tvisvar verðlaun í smásagnasamkeppnum. Hann hefur skrifað tæplega tug bóka um sagnfræðileg efni.

Hjálmtýr Heiðdal

Hjálmtýr Heiðdal er fæddur árið 1945. Hann útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólanum árið 1968 og lauk framhaldsnámi frá Konstindustriskolan í Gautaborg árið 1970.  Eftir það starfaði hann við auglýsingagerð og í nær fjóra áratugi við kvikmyndagerð. Hjálmtýr hefur framleitt og/eða stjórnað rúmlega þrjátíu sjónvarpsþáttum og heimildamyndum sem hafa verið sýndar í 20 löndum í fimm heimsálfum. Hann var formaður Félags kvikmyndagerðarmanna um árabil og fulltrúi félagsins í norrænu samstarfi.  Hjálmtýr hefur oftar en einu sinni ferðast til Palestínu og lengst af helgað krafta sína mannréttindabaráttunni þar. Hann  var í stjórn Palestínufélagsins árum saman og hefur ritað greinar í dagblöð og tímarit, þar af fjölda greina um málefni Palestínu.

Holly Webb

 

Holly Webb byrjaði ung að vinna sem ritstjóri barnabóka og skrifaði á þeim tíma einnig fyrstu bækurnar sínar. Hún er iðin við skriftir og hafa verið gefnar út fjölmargar vinsælar bækur eftir hana. Holly býr ásamt manni sínum og þremur sonum í Berkshire-héraði á Englandi sem er skammt vestur af höfuðborginni London. Holly hefur alltaf kettina sína hjá sér þegar hún skrifar bækurnar sínar. 

Ef þið viljið vita meira um Holly Webb og bækurnar hennar þá er um að gera að skoða heimasíðuna hennar: www.holly-webb.com

Ingólfur Margeirsson

 

Ingólfur Margeirsson (1948-2011) starfaði um langt árabil sem blaðamaður og ritstjóri, meðal annars Helgarpóstsins og Alþýðublaðsins. Hann var fréttaritari RÚV í Ósló á níunda áratug síðustu aldar, auk þess sem hann annaðist þáttagerð bæði í útvarpi og sjónvarpi fyrir Ríkisútvarpið.

Ingólfur var höfundur fjölda bóka og var meðal annars tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1983 fyrir bókina Lífsjátningu, ævisögu Guðmundu Elíasdóttur söngkonu, en Ingólfur var brautryðjandi nútímalegrar ævisagnaritunar á Íslandi. Hann var einn helsti bítlafræðingur landsins og þegar hann lést vorið 2011 hafði hann nýlokið við þáttaröð á RÚV um síðustu ár Johns Lennon.

About the author

jornriel_gastonbergeret_gaiaeditions_0.j

Ívar Gissurarson

 

Ívar var einn stofnenda Ljósmyndasafnsins í Reykjavík og var forstöðumaður þess 1980-1987, vann við ritstörf og heimildamyndagerð 1988-1989, var ritstjóri hjá Bókaútgáfu Arnar og Örlygs 1989-1994, útgáfustjóri hjá Íslensku bókaútgáfunni 1994-1995 og útgefandi hjá Máli og mynd og Skruddu 1995-2011. Árið 2011 flutti Ívar til Svíþjóðar og stofnaði þar ásamt öðrum bókaútgáfuna Kötlu sem gefið hefur út nokkra tugi bóka þar í landi. Ívar er eigandi og framkvæmdastjóri Nýhafnar.

 

 

Johann Hari

Johann Hari er svissnesk-breskur blaðamaður. Hann hefur skrifað fyrir mörg af fremstu dagblöðum og tímaritum heims, þar á meðal New York Times, Le Monde, Guardian, Los Angeles Times, New Republic, Nation, Slate, El Mundo og Sydney Morning Herald. Hann var aðalritstjóri dálkahöfunda hjá Independent, einu af fremstu dagblöðum Breta, í níu ár. Hann fæddist árið 1979 í Glasgow í Skotlandi og hefur búið í London frá barnsaldri. Móðir hans er skosk og faðir hans svissneskur. Hann lauk prófi í félags- og stjórnmálafræði frá King's College í Cambridge árið 2001. Johann Hari sem hefur unnið til fjölmargra verðlauna fyrir skrif sín.

 

 

Jón R. Hilmarsson

 

Jón Hilmarsson is an Icelandic professional landscape and nature photographer who is one of the best-known photographers in Iceland. He began to take photography seriously in 2007 and has been recognized internationally for his work His pictures, some of which have received international awards, have been published worldwide in newspapers, magazines and various books.

With his great passion for photography and travelling, Jón attempts to highlight interesting landscape, nature and known landmarks. Often the subject is approached during twilight, when land and light merge together in undisclosed harmony.

 

 

Jørn Riel

 

Danski rithöfundurinn Jørn Riel hefur skrifað tugi bóka af margvíslegum toga og er margverðlaunaður fyrir ritstörf sín. Jørn var ungur að árum gripinn mikilli útþrá og heillaðist af framandi menningu. Hann bjó á Grænlandi 1951-63, vann fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Miðausturlöndum og í Pakistan 1964-71 en dvaldi einnig á þeim tímum í Vestur-Indíum, Suðaustur-Asíu og á heimsskautasvæðum Kanada. Hann er nú búsettur í Kuala Lumpur í Malasíu.

.

Max Milligan-sv-hv.jpg

Max Milligan

 

Max Milligan, f. 1965 hefur um árabil unnið fyrir National Geographic og BBC. Bókin um Ísland er hans áttunda ljósmyndabók en áður hafa komið út eftir hann eftirtaldar bækur: Circles of Stone(1999), Realm of the Incas(2003), Ghana: A Portrait(2006), Pure Scotland(2006),  Ghana: A Portrait(2008) – Viðhafnarútgáfa með formála eftir Kofi Annan, The Lebanon (2010), The Soul of Scotland(2012).

 

Max Milligan hefur sett upp fjölda einkasýninga á verkum sínum og er ljósmyndir hans víða að finna á söfnum og eru t.d. 27 mynda hans í merku listasafni Deutsche Bank í London.

Reynir Ingibjarts

 

Reynir Ingibjartsson er fæddur og uppalinn í Hraunholtum í Kolbeinsstaðahreppi en hefur lengstum búið á höfuðborgarsvæðinu. Reynir var lengi starfandi formaður Landssambands samvinnustarfsmanna og beitti sér auk þess fyrir stofnun húsnæðissamvinnufélaganna, Búmanna og Búseta. Reynir er mikill útivistarmaður og hefur komið að mörgum verkefnum sem snúa að því að útbúa leiðarlýsingar og kort um áhugaverða staði og landssvæði. Hin síðari ár hefur Reynir einbeitt sér að skrifum vinsælla bóka um gönguleiðir á Suðvesturlandi.

 

 

Þórður Tómasson

 

Þórður Tómasson safnvörður í Skógum er fæddur í Vallnatúni undir Eyjafjöllum 1921.

Í ríflega sex áratugi var hann í forsvari fyrir Skógasafni en hann er jafnframt afkastamikill rithöfundur á sviði sögu og þjóðfræði. Bækur frá hendi Þórðar eru nú 19 talsins en auk þess liggur eftir hann mikið af greinum í bókum og tímaritum auk smærri ritlinga, Skrif Þórðar tengjast öll þjóðfræði og hafa einstakt gildi nú á 21. öld.

 

 

  • Facebook Basic Black

Nýhöfn bókaútgáfa, Gufunesvegi 1, 112 Reykjavík. Sími: 844 3022 Netfang: ivar@nyhofn.com