Álfar-kapa.jpg
Hidden people in Iceland

Florence Helga Thibault

Í þessu gullfallega og vandaða veggalmanaki er að finna myndir af álfum og huldufólki á Íslandi sem gerðar eru af Florence Helgu Thibault.

Florence Helga er íslensk í móðurætt, ólst upp og býr í Frakklandi en hefur mjög sterk tengsl og taugar til Íslands. Hún útskrifaðist sem myndlistarmaður úr Ecole Supérieure d´Art Neufville 1995 og hefur síðan þá sérhæft sig í myndskreytingum fyrir börn. Hún hefur teiknað fyrir Iglo&Indi, hannað lampa með börn í huga og gefið út ógrynni korta, þar á meðal fyrir UNICEF.

Hvalir-forsíða.jpg
Whales around Iceland

Guðjón Ingi Hauksson

Í þessu fallega borðalmanaki er að finna glæsilegar teikningar af 12 helstu hvalategundum sem finnast í hafinu kringum Ísland.

Sagt er frá helstu einkennum hvalanna og gerð grein fyrir lifnaðarháttum.

  • Facebook Basic Black

Nýhöfn bókaútgáfa, Gufunesvegi 1, 112 Reykjavík. Sími: 844 3022 Netfang: ivar@nyhofn.com